Beint í efni

Heimsmarkaðsverð mjólkurvara í rússíbanaferð?

07.10.2011

Vegna afar ófyrirsjáanlegra aðstæðna á heimsmarkaðinum nú um stundir virðast flestir sérfræðingar vera sammála um eitt, þ.e. að ómögulegt sé að spá fyrir um þróun heimsmarkaðsverðsins! Samdráttur í neyslu mjólkurvara á Bandaríkjamarkaði nú um stundir hefði alla jafna haft áhrif á verð til lækkunar, en samhliða hefur framleiðslan verið minnkandi þar í landi og kínverski markaðurinn tekið vel við mjólkurvörum og því verðið haldist nokkuð stöðugt.

 

Á milli 2007 og 2009 minnkaði neysla ákveðinna mjólkurvara í heiminum mikið og t.d. féll notkun drykkjarmjólkur um 2,8%, mjólkurdufts um 2,8% og osta um 2%. Samhliða lækkaði verð varanna með tilheyrandi áhrifum. Nú óttast sumir að svipuð staða sé að skapast á meðan aðrir vilja meina að svo sé alls ekki!

 

Einhverjar breytingar eru þó að gerast og hefur t.d. innflutningur Rússlands, fyrstu 7 mánuði ársins, á smjöri frá Nýja-Sjálandi minnkað um 37% frá fyrra ári. Þá var innflutniningur Kínverja á dufti 42% minni í ágúst í ár m.v. í fyrra.

 

Margir benda á að umsvif á heimsmarkaði mjólkuvara séu ekki slík að þessi þróun í Rússlandi og Kína segi mikið, mest af mjólkurvörum heimsins eru framleiddar heima í héraði, þ.e. innan viðkomandi neyslulands og því þurfi að horfa til lengri tíma og sætta sig við skammtímasveiflur á markaði. Þær muni alltaf verða til staðar/SS – Agrimoney.