Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Heimsmarkaðsverð mjólkur hækkaði aftur

02.06.2016

Á GDT (Global Dairy Trade) uppboðsmarkaðinum í gær varð 3,4% verðhækkun og hefur verðið nú hækkað fimm sinnum í viðskiptum með mjólkurvörur síðustu þrjá mánuði en í tveimur viðskiptum varð verðlækkun. Alls nam salan í gær 24 þúsund tonnum og stendur nú GDT verðstuðullinn í 697 stigum og er heimsmarkaðsverð mjólkurafurða þar með áþekkt því sem það var í kringum áramótin.

 

Þó svo að hækkun hafi nú orðið á ný er enn langt þar til heimsmarkaðsverðið nái fyrri hæðum. Enn er framboð á mjólk frá kúabúum heimsins afar mikið og erlendis fer fram hörð barátta á milli helstu afurðastöðva á útflutningsmarkaði. Næsti uppboðsmarkaður verður haldinn eftir hálfan mánuð og skýrist þá frekar hvert stefnir. Verði þróunin svipuð og síðasta ár er ekki ástæða til bjartsýni, en sumarið 2015 varð samfelld lækkun á markaðinum frá júní og fram í miðjan ágúst, sem endaði með lægsta heimsmarkaðsverði mjólkurafurða í heilan áratug/SS.