Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Heimsmarkaðsverð lækkar enn

14.05.2012

Heimsmarkaðsverð á mjólkurafurðum heldur enn áfram að lækka. Framleiðsla í helstu útflutningslöndum á borð við Ástralíu og Nýja-Sjáland gengur vel, sem og í Evrópu og Bandaríkjunum. Aukningin í Ástralíu sl. 10 mánuði (frá upphafi framleiðsluársins þar) er til að mynda 4,1% og stefnir í að þar verði framleiðslan sú mesta í 6 ár. Eftirspurn eftir afurðunum eykst hins vegar ekki í sama takti og framleiðslan og fer verð því lækkandi. Nýjustu skýrslur frá FAO (matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna) gera ráð fyrir að mjólkurframleiðsla heimsbyggðarinnar aukist um 2,7% á þessu ári, en neyslan um 1,7%. Lækkandi heimsmarkaðsverð kemur sér illa fyrir kúabændur hér á landi, þar sem skilaverð fyrir mjólk umfram greiðslumark, sem skv. lögum skal flutt úr landi verður lægra.

Frá því í maí í fyrra hefur heimsmarkaðsverð á undanrennudufti fallið úr 3.400 USD/tonn niður í 2.500 USD/tonn í dag. Á sama tíma hefur smjörverðið fallið úr 4.600 USD/tonn niður í 3.000 USD/tonn í maí 2012. Lunginn af umframmjólkinni hefur farið úr landi á þessu formi, sem undanrennuduft og smjör, lítils háttar sem skyr til Bandaríkjanna og Finnlands.

 

Heimild: Dairy Industry Newsletter