
Heimsmarkaðsverð lækkar á ný
06.01.2017
Eftir stöðugar hækkanir síðari hluta 2016 hefur nú heimsmarkaðsverð mjólkurvara sigið niður á ný. Á þriðjudaginn, þegar haldið var fyrsta uppboð ársins á mjólkurvörum hjá GDT (Global Dairy Trade), lækkaði heimsmarkaðsverðið um 3,9% en alls var verslað með 22 þúsund tonn á þessum eina degi. Þetta er í annað skiptið í röð sem heimsmarkaðsverðið lækkar en á síðasta uppboðinu fyrir jól lækkaði verðið lítillega, eða um 0,5%, en þá námu viðskiptin einnig 22 þúsund tonnum.
Skýringin á verðfallinu nú má rekja til þess að mjólkurduft lækkaði verulega í verði. Góðu tíðindin voru þó að bæði smjör og einnig cheddar ostar hækkuðu í verði á sama tíma/SS.