Beint í efni

Heimsmarkaðsverð hækkaði á uppboðsmarkaði

07.02.2011

Á hinum alþjóðlega uppboðsmarkaði, Global Dairy Trade sem haldinn var 1. febrúar sl., varð veruleg hækkun á helstu hráefnum. Þannig hækkaði t.d. mjólkurduft um 5,7% þegar tonnið fór í 3.995 dollara (um 467 þúsund krónur) og undanrennuduft hækkaði um 8,5% þegar tonnið endaði í 3.913 dollurum (um 457 þúsund krónur). Meðalverðið á markaðinum að þessu sinni var 4.246 dollarar og hækkaði það um 7,2% frá síðasta uppboðsmarkaði, en markaðurinn er haldinn

á tveggja mánaða fresti.

 

Global Dairy Trade er uppboðsmarkaður með framvirka sölusamninga sem stofnaður var af nýsjálenskum bændum (afurðafélagi þeirra Fonterra) til þess að gera öll viðskipti með hráefni til afurðavinnslu skýrari og gagnsærri auk þess að með framvirkum samningum er áhættustýring fyrirtækja í afurðavinnslu auðveldari. Fonterra er stærsti aðilinn í viðskiptum með mjólkurafurðir á heimsmarkaði en talið er að vörur félagsins standi undir rúmlega þriðjungi sölunnar.

 

Áhugasamir um uppboðsmarkað Fonterra geta skoðað heimasíðu markaðarins hér: www.globaldairytrade.info