Beint í efni

Heimsmarkaðsverð aftur á niðurleið

05.07.2012

Heimsmarkaðsverð mjólkurafurða er nú aftur á niðurleið, ef marka má niðurstöður tveggja síðustu uppboða Global Dairy Trade. Á uppboði fyrir réttum mánuði, 5. júní, urðu talsverðar hækkanir á verði, t.d. hækkaði verð á undanrennudufti þá um 21,3% frá uppboðinu þar á undan. Á uppboðunum sem haldin voru 19. júní og 3. júlí, gengu þær hækkanir að mestu leyti til baka, lækkunin þann 19. var 4,8% og 9,8% til viðbótar á uppboðinu í fyrradag, 3. júlí. Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti er í dag 2.599 USD/tonn sem er mjög mikil lækkun frá því það varð hvað hæst, 4.372 USD/tonn, í byrjun júní 2011.  

 

Uppboð Global Dairy Trade eru haldin á tveggja vikna fresti árið um kring og á þeim ganga milli 30 og 40 þúsund tonn af mjólkurafurðum kaupum og sölum./BHB