Beint í efni

Heimsmarkaðsverð að ná hámarki?

16.04.2013

Heimsmarkaðsverð á mjólkurafurðum virðist vera að ná hámarki, ef marka má niðurstöður á uppboði Global Dairy Trade sem haldið var í dag. Afurðaverðið hækkaði að jafnaði um 0,6%. Það er mikil breyting frá þremur síðustu uppboðum, þegar verðið hækkaði um 10-15% í hvert skipti. Lítils háttar lækkun varð á undanrennudufti, 3,2% en smjörverð hækkaði um 6,8%./BHB