Beint í efni

Heimsmarkaðsverð á uppleið að nýju?

11.06.2012

Eins og rakið hefur verið hér á naut.is, hefur heimsmarkaðsverð á mjólkurafurðum farið mjög lækkandi á undanförnum mánuðum. Er þessa nú farið að gæta í afurðaverði til bænda í þeim löndum sem eru stórir útflytjendur á mjólkurafurðum. Nú virðist hins vegar sem að botninum sé náð, en á uppboði Global Dairy Trade í síðustu viku urðu miklar hækkanir á afurðaverði. Til að mynda hækkaði verð á undanrennudufti um 21,3% frá uppboðinu þar á undan. Þess ber þó að geta að verðið er enn nokkuð undir því sem það var um síðustu áramót. Uppboð Global Dairy Trade eru haldin á tveggja vikna fresti, það næsta verður haldið þriðjudaginn 19. júní n.k. Verður fróðlegt að fylgjast með hvert framhaldið verður./BHB

 

Verð á undanrennudufti 5. júní 2012 

 

Hvernig virkar Global Dairy Trade?