Beint í efni

Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti hækkar um fjórðung!

03.04.2013

Gríðarlegar hækkanir urðu í gær á undanrennudufti á Global Dairy Trade, uppboðsmarkaði nýsjálenska mjólkurrisans Fonterra. Að jafnaði hækkaði það um heil 27,8% frá síðasta uppboði fyrir tveimur vikum. Að jafnaði er verð á undanrennudufti komið í 5.142 bandaríkjadali tonnið, en í lok síðasta árs var það 3.419 dollarar á tonnið. Hækkunin það sem af er þessu ári er því rétt 50%. Ástæða þessara gríðarlegu hækkana er samdráttur í mjólkurframleiðslunni þar syðra, sem rekja má til mikilla þurrka sem geisað hafa á Nýja-Sjálandi að undanförnu. Þessar hækkanir eiga vafalítið eftir að hafa talsverð áhrif á verð mjólkur umfram greiðslumark, þar sem mest af próteininu er flutt út á formi undanrennudufts. Smjör lækkaði örlítið, en verðið á því er engu að síður tæplega 20% hærra nú en í febrúar sl.

 

 

Næsta uppboð Fonterra verður haldið þriðjudaginn 16. apríl n.k./BHB

 

 

 

Niðurstöður uppboðsmarkaðar Global Dairy Trade

 

Verðþróun undanfarin ár á Global Dairy Trade

 

Umfjöllun New Zealand Herald um hækkanirnar