Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Heimsmarkaðsverð á undanrennudufti hækkar um fjórðung!

03.04.2013

Gríðarlegar hækkanir urðu í gær á undanrennudufti á Global Dairy Trade, uppboðsmarkaði nýsjálenska mjólkurrisans Fonterra. Að jafnaði hækkaði það um heil 27,8% frá síðasta uppboði fyrir tveimur vikum. Að jafnaði er verð á undanrennudufti komið í 5.142 bandaríkjadali tonnið, en í lok síðasta árs var það 3.419 dollarar á tonnið. Hækkunin það sem af er þessu ári er því rétt 50%. Ástæða þessara gríðarlegu hækkana er samdráttur í mjólkurframleiðslunni þar syðra, sem rekja má til mikilla þurrka sem geisað hafa á Nýja-Sjálandi að undanförnu. Þessar hækkanir eiga vafalítið eftir að hafa talsverð áhrif á verð mjólkur umfram greiðslumark, þar sem mest af próteininu er flutt út á formi undanrennudufts. Smjör lækkaði örlítið, en verðið á því er engu að síður tæplega 20% hærra nú en í febrúar sl.

 

 

Næsta uppboð Fonterra verður haldið þriðjudaginn 16. apríl n.k./BHB

 

 

 

Niðurstöður uppboðsmarkaðar Global Dairy Trade

 

Verðþróun undanfarin ár á Global Dairy Trade

 

Umfjöllun New Zealand Herald um hækkanirnar