Heimsmarkaðsverð á niðurleið
18.04.2012
Eftir nánast stöðuga hækkun á heimsmarkaðsverði mjólkurafurða frá júlí 2009 til júlí 2011 hefur það nú látið undan nokkuð jafnt og þétt. Skýringin felst einfaldlega í því að bændur og afurðastöðvar um allan heim sáu þarna tækifæri á tekjuauka og hafa aukið verulega framleiðslu sína.
Nokkuð misjafnar skoðanir eru á lofti nú um stundir um hvort verðið haldi áfram að lækka eða standi í stað. Vísbendingar eru um það, frá síðasta uppboðsmarkaði Fonterra í Nýja-Sjálandi, að lækkunin sé búin að ná botninum þegar mjólkurduft hækkaði um 1,5% en tíminn á eftir að leiða það í ljós hvort um skammtímahækkun sé að ræða.
Sérfræðingar Rabobank, sem er alþjóðlegur landbúnaðarbanki í eigu samvinnufélags í Hollandi, telja að búast megi við lækkun á afurðastöðvaverðum um 10-15% vegna þessa í þeim löndum sem byggja á útflutningi. Þessar niðurstöður eru nokkuð í mótsögn við fréttaflutning af stöðugri sókn afurðastöðva á markaði í Mið-Ameríku og Asíu, en benda etv. til að greiðslugeta á mörkuðum þar sé lægri en áður var talið.
Samkvæmt nýjust tölum er nú heimsmarkaðsverð á smjörtonninu 3.499 dollarar, mjólkurduftstonnið 2.970 dollarar, mjólkurduftstonnið 3.544 dollarar og Cheddar ostur 3.656 dollarar/SS.