Beint í efni

Heimsmarkaðsverð á nautakjöti hátt í ár

14.02.2012

Greiningardeild Rabobank í Hollandi telur mestar líkur á því að verð á nautakjöti á heimsmarkaði haldist hátt í ár og hækki þegar líður á árið. Skýringin liggur m.a. í því að ekki er búist við aukinni framleiðslu stærstu útflutningslandanna á árinu þrátt fyrir vaxandi eftirspurn eftir nautakjöti. Þó er talið að framleiðsluaukning verði í Brasilíu, en þar varð framleiðslusamdráttur í fyrra.

 

Sérfræðingar Rabobank spá því jafnframt að þrátt fyrir inngöngu Rússlands í WTO með tilheyrandi tilslökunum á innflutningshöftum m.a. nautakjöts, þá muni markaðurinn þar hafa lítið að segja til þess að byrja með. Aukin eftirspurn í Rússlandi gæti þó haft töluverð áhrif á hækkandi heimsmarkaðsverð á nautakjöti/SS.