Heimsmarkaðsverð á mjólkurdufti hækkar ört
02.09.2009
Verð á mjólkurdufti hækkaði verulega á uppboði nýsjálenska mjólkurrisans Fonterra, sem haldið var í gær. Boðin voru til sölu 21.000 tonn, með afhendingu frá nóvember-maí n.k. Meðalverð var 2.858 USD/tonn og hefur það ekki verið jafn hátt síðan í október í fyrra. Verðið hefur nú hækkað um 56% síðan í júlí í sumar.
Vonandi hefur þessi þróun í mjólkurduftinu áhrif á heimsmarkaðsverð á undanrennudufti, en próteinhluti mjólkur sem framleidd er umfram þarfir innanlandsmarkaðarins er fluttur út á því formi. Skilaverð umframmjólkur ræðst því af stórum hluta af heimsmarkaðsverði undanrennudufts.
Heimild: www.dairyindustrynewsletter.com