Beint í efni

Heimsmarkaðsverð á korni lækkar hratt

23.09.2014

Heimsmarkaðsverð á korni hefur lækkað talsvert að undanförnu. Samkvæmt upplýsingum frá International Grains Council sem sjá má á myndunum hér að neðan, hefur verð á byggi lækkað um 12% frá því í júní sl. og verð á hveiti hefur lækkað um 9% á sama tíma. Maísinn hefur lækkað um nærri fjórðung og sojabaunir um 20%. Allt eru þetta undirstöðuhráefni í kjarnfóðurframleiðslu, þannig að von ætti að vera á jákvæðum tíðindum af verðþróun þess á næstunni. Að sögn kornbasen.dk eru þessar lækkanir til komnar vegna mikillar kornuppskeru, til að mynda hafi hveitiuppskera í Evrópu verið góð og uppskeruhorfur á maís og sojabaunum vestan hafs séu mjög góðar./BHB