Beint í efni

Heimsmarkaðsverð á dufti og smjöri

04.09.2009

Í fyrradag var sagt frá mikilli hækkun sem varð á mjólkurdufti á uppboði Fonterra. Því er ekki úr vegi að skoða þróun á heimsmarkaðsverði smjörs og undanrennudufts, en mjólk umfram þarfir innanlandsmarkaðar er flutt út á því formi. Eins og sjá má á myndunum hér að neðan hafa orðið lítils háttar hækkanir, frá því verðið náði lágmarki í vetur. Smjörtonnið er í 2.100 $ og tonn af undanrennudufti í 2.200 $. Heimsmarkaðsverðið miðast þó við talsvert stórar sendingar og mjög langan greiðslufrest, eða 180 daga.

Verðið fyrir útflutt duft og smjör héðan er því aðeins lægra en framangreindar tölur, þar sem sendingar eru litlar og greiðslufresturinn mun styttri, yfirleitt mun varan vera greidd þegar hún er send af stað. Ef þetta afurðaverð er reiknað yfir í skilaverð mjólkur, er það á bilinu 25-30 kr/ltr.

 

Samkvæmt fréttum Dairy Industry Newsletter hefur verðið farið hækkandi undanfarna daga, nýtt mjólkurframleiðslutímabil fer rólega af stað í Eyjaálfu og eftirspurn Kínverja fer nú aftur ört vaxandi, eftir hrunið sem varð í kjölfar melamine-hneykslisins þar í landi fyrir fáum misserum.