Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Heimsframleiðsla mjólkur eykst enn

18.05.2016

Fyrstu tvo mánuði þessa árs jóks heimsframleiðsla mjólkur um 3,4% í samanburði við sama tímabil í fyrra segir í skýrslu frá samtökunum MMOEB (Milk Market Obersvatory Economic Board), en samtökin taka saman reglulega upplýsingar um framleiðslu helstu útflutningslanda mjólkurvara: Evrópusambandsins, Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands, Ástralíu, Úrúgvæ og Argentínu.

 

Mest jókst framleiðslan innan Evrópusambandsins, eða um 5,2%, og þar voru fremst í flokki Þýskaland og Írland. Þar á eftir komu svo Bandaríkin með 2,3% en Úrúgvæ jók einnig mjólkurframleiðsluna umtalsvert. Mjólkurframleiðslan í Nýja-Sjálandi hefur hins vegar staðið nokkuð í stað miðað við sama tíma í fyrra en í bæði Ástralíu og Argentínu dróst framleiðslan heldur saman miðað við fyrir ári síðan. Vegna hinnar miklu aukningar á heimsvísu er svokallað heimsmarkaðsverð mjólkur enn lágt og afurðastöðvaverð til kúabænda því enn með lægsta móti og oft í kringum 30-40 krónur á líterinn/SS.