Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Heimsframleiðsla á korni með mesta móti í ár

05.06.2002

Samkvæmt nýrri áætlun frá „Alþjóðlega korneftirlitinu“ (International Grains Councel) er talið að árið 2002 verði eitt framleiðsluhæsta kornár í sögu skráninga á kornuppskeru. Talið er að heimsframleiðslan verði 911 milljón tonn, sem er 23 milljón tonnum meira en á síðasta ári eða um 2,6% aukning á milli ára.

 

Jafnframt er talið að kornsalan verði um 916 milljón tonn, þannig að áætlað er að heimsbirgðirnar lækki niður í um 151 milljón tonn, sem nemur tæplega þriggja mánaða sölu. Þrátt fyrir minni birgðir, er talið að um birgðaaukningu verði að ræða í helstu framleiðslulöndum.

 

Í áætluninni er ráðgert að veruleg framleiðsluauking verði í Bandaríkjunum, Kanada og Kína, en að aukning innan Evrópusambandsins verði óveruleg.

 

 

Heimild: MaskinBladet Online, 3. júní 2002