Beint í efni

Heimsframleiðsla á korni með mesta móti í ár

05.06.2002

Samkvæmt nýrri áætlun frá „Alþjóðlega korneftirlitinu“ (International Grains Councel) er talið að árið 2002 verði eitt framleiðsluhæsta kornár í sögu skráninga á kornuppskeru. Talið er að heimsframleiðslan verði 911 milljón tonn, sem er 23 milljón tonnum meira en á síðasta ári eða um 2,6% aukning á milli ára.

 

Jafnframt er talið að kornsalan verði um 916 milljón tonn, þannig að áætlað er að heimsbirgðirnar lækki niður í um 151 milljón tonn, sem nemur tæplega þriggja mánaða sölu. Þrátt fyrir minni birgðir, er talið að um birgðaaukningu verði að ræða í helstu framleiðslulöndum.

 

Í áætluninni er ráðgert að veruleg framleiðsluauking verði í Bandaríkjunum, Kanada og Kína, en að aukning innan Evrópusambandsins verði óveruleg.

 

 

Heimild: MaskinBladet Online, 3. júní 2002