Heimild til innflutnings á ógerilsneyddum mjólkurafurðum vekur furðu
10.07.2012
Þann 23. maí sl. undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra reglugerð nr. 448/2012 um varnir gegn því að dýrasjúkdómar og sýktar afurðir berist til landsins. Í f-lið 3. gr. reglugerðarinnar segir svo: „Þó er heimilt að flytja til landsins allt að 1 kg af ostum unnum úr ógerilsneyddri mjólk til einkanota en ráðherra getur heimilað innflutning á meira magni í sama tilgangi“. Vegna þessa þykir Landssambandi kúabænda rétt að benda á að hér á landi er í gildi reglugerð nr. 919/2002 um mjólk og mjólkurvörur. Samkvæmt 16. gr. hennar er hérlendum framleiðendum óheimilt að framleiða til sölu, vörur úr ógerilsneyddri mjólk. Sú ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að heimila innflutning á vörum sem innlendum framleiðendum er með öllu óheimilt að selja neytendum á Íslandi, hlýtur því að vekja mikla furðu./BHB