Beint í efni

Heildarveltan svipuð landsframleiðslu Íslands!

20.03.2012

Framleiðenda-samvinnufélagið Friesland Campina, sem er annað af tveimur stærstu samvinnufélögum kúabænda í Norður-Evrópu, hefur nú birt ársuppgjör sitt fyrir árið 2011. Alls náði félagið að auka veltuna um 7% á árinu og var heildarvelta þess alls 1.585 milljarðar íslenskra króna sem er litlu minna en verg landsframleiðsla alls Íslands á sama tíma, sem var 1.630 milljarðar króna.

 

Hagnaður ársins var 36 milljarðar króna en þess ber að geta að félagið reynir á hverjum tíma að skila eigendum sínum, kúabændunum, hæsta mjólkurverði sem mögulegt er að fá og því er erfitt að horfa á hagnaðartölurnar sem slíkar einar og sér.
 
Eins og áður hefur komið fram hér á naut.is er félagið í afar fjölbreyttri framleiðslu en einna best gengu mjólkurvörur fyrir ungabörn og börn á síðasta ári, sér í lagi í Asíu og Afríku. Félagið er nú í eigu 19.848 kúabænda, eiginfjárstaðan 378 milljarðar króna og nam innvigtun þess 10.140 milljón lítrum á síðasta ári/SS.