Beint í efni

Heildarneysla drykkjarmjólkur jókst 2015

29.06.2016

Þegar horft er til neyslu á drykkjarmjólk í heiminum öllum árið 2015 þá jókst neyslan alls um 2,4% og fór í alls 251 milljarða lítra samkvæmt skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu Zenith International. Í skýrslunni kemur m.a. fram að undanrenna, léttmjólk og nýmjólk standa undir 93% af heildarmagninu, en á bak við síðustu 7% standa blandaðir drykkir eins og kókómjólk og aðrir bragðbættir mjólkurdrykkir.

 

Mest er neyslan í Asíu þar sem 130 milljarðar lítra mjólkur runnu í neytendur eða sem svarar til 52% heildarneyslunnar. Þar á eftir koma svo svæði eins og Vestur-Evrópa, Norður-Ameríka og Suður-Ameríka en þessi þrjú svæði standa undir 35% neyslunnar/SS.