Beint í efni

Heildarframleiðslan verðlagsárið 2004/2005 endaði í 111,4 milljónum lítra

06.09.2005

Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði var mjólkurframleiðslan í ágúst 8,90 milljónir lítra en í ágúst í fyrra var hún 8,94 milljónir lítra og varð því nokkur samdráttur frá fyrra ári. Miðað við óskir mjólkuriðnaðarins um kaup á umframmjólk á verðlagsárinu upp á 112,5 milljónir lítra, vantaði því rúmlega eina milljón lítra. Ef horft er til

þarsíðasta verðlagsárs hefur orðið töluverð framleiðsluaukning, eða upp á 1,6 milljónir lítra en heildarframleiðslan verðlagsárið 2003/2004 nam 109,7 milljónum lítra.

 

Það sem af er þessu almanaksári hefur framleiðslan í ár verið töluvert minni en árið 2004 og skiptir þar sköpum hve framleiðslan í júní og júli sl. var lítil miðað við árið 2004. Heildarframleiðslan í ár nemur nú um 76,6 milljónum lítra en árið 2004 var hún á sama tíma 77,2 milljónir lítra.