Beint í efni

Hefur þú kynnt þér reglur Orlofssjóðs Bændasamtakanna?

13.03.2008

Orlofssjóður BÍ styrkir bændur til orlofs innan lands sem utan. Umsóknum skal skila til sjóðsstjórnar fyrir 15. mars ár hvert á skrifstofu Bændasamtaka Íslands svo umsækjendur þurf að hafa snör handtök. Tilkynning um úthlutun berst umsækjendum fyrir lok apríl ár hvert.

Styrkupphæð getur hæst orðið kr. 38.500 miðað við 7 sólarhringa orlofsdvöl eða kr. 5.500 á sólarhring. Styrkþegi er ekki bundinn af því að nýta styrkinn til samfelldrar dvalar. Styrkur er einnig veittur til gistingar á Radisson SAS Hótel Sögu eða Park Inn Hótel Íslandi í Reykjavík.

Orlofsstyrkur eru ekki veittur vegna dvalar í orlofsíbúð Bændasamtaka Íslands í Reykjavík, sumarhúsum Bændasamtaka Íslands á Hólum í Hjaltadal.

Greiðsla orlofsstyrksins fer þannig fram að styrkþegar senda afrit af reikningum fyrir gistingu, þar sem fram koma dagsetningar, fjöldi nátta og upphæð gistikostnaðar. Sé um orlofsdvöl erlendis að ræða skal jafnframt leggja fram afrit af flugmiðum og/eða kvittun fyrir greiðslu flugmiða, þar sem fram kemur nafn styrkþega og fjölskyldumeðlima hans. Áríðandi er að með fylgi upplýsingar um bankareikning (útibú – höfuðbók – reikningsnúmer) og kennitölu styrkþega.

Árlega eru greiddir að hámarki 70 styrkir úr orlofssjóði. Litið er á styrkveitingu úr orlofssjóði sem stuðning við styrkþega og fjölskyldu hans til orlofsdvalar.
A.m.k. 4 ár skulu líða áður en styrkþegi (eða maki hans) kemur til greina að nýju við úthlutun.
Við úthlutun er fyrst og fremst tekið mið af starfsaldri og fyrri úthlutunum úr sjóðnum. Úthlutun orlofsdvalar í sumarhúsum BÍ á Hólum í Hjaltadal jafngildir úthlutun orlofsstyrks.

Styrkþegar eru eindregið hvattir til þess að nýta sér þjónustu ferðaþjónustubænda vítt og breitt um landið.

Síminn á skrifstofu BÍ er 563-0300.