Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hefur þroti í fæðingarvegi áhrif á nyt?

04.12.2015

Vísindamenn við háskólann í fylkinu Kansas í Bandaríkjunum hafa gert afar áhugaverða uppgötvun en fyrstu niðurstöður umfangsmikillar rannsóknar þeirra benda til þess að með því einu að gefa kúm bólgueyðandi eftir burð, þá eykst nyt þeirra um 7-10% fyrstu dagana eftir burðinn!

 

Um frum niðurstöður er að ræða og því ekki hægt að gefa almennar ráðleggingar varðandi notkun á bólgueyðandi lyfjum fyrir kýr en vissulega áhugavert enda var hið gefna bólgueyðandi lyf afar vægt. Ástæða þess að lyfið hafði þessi áhrif segja vísindamennirnir geti legið í því að eftir burðinn verður eftir þroti í fæðingarveginum sem etv. er hamlandi. Rannsókn þessi er enn skammt á veg komin en hún hófst fyrir ári síðan en vænta má þess að frekari niðurstöður liggi fyrir á næsta ári/SS.