Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hefur mjólkað 80.000 kg á fyrsta mjaltaskeiði

27.04.2015

Það þykir alla jafna nokkuð frambærilegt ef kýr ná að mjólka 80.000 kg mjólkur á lífsleiðinni. Það er hins vegar einsdæmi að kýr nái slíku magni á einu og sama mjaltaskeiðinu. Kýrin 3603 á búi bræðranna Asger og Christian Ladefoged, við Hobro á Jótlandi hefur náð slíku afreki. Hún bar á gamlárskvöld 2009 og hefur síðan þá mjólkað samfleytt í rúmlega 1.900 daga, að jafnaði 41,7 kg/dag. Hún var sædd fimm sinnum árið 2010, festi eigi fang en hélt áfram að mjólka og mjólka. Fyrstu fjögur árin var dagsnyt hennar nokkuð stöðug, á bilinu 43-48 kg/dag en haustið 2014 fékk hún júgurbólgu og við það lækkaði nytin í 25 kg/dag.

 

Þeir bræður eru með einkahlutafélag um búreksturinn, sem samanstendur af 500 Holstein kúm, legubásafjósi með sandundirlagi í básunum, átta Lely A3 mjaltaþjónum og er meðalnytin 12.300 kg af orkuleiðréttri mjólk. Kýrin 3603 hefur að jafnaði komið þrisvar á dag til mjalta frá því hún bar, mjaltahraðinn er 4 kg/mín og ásetning mjaltatækja hefur misheppnast í einungis 32 skipti, af tæplega 6.000. Kýrin 3603 er með sterka fætur og heilbrigðar klaufir, þrátt fyrir að vera í mjög í góðum holdum, en hún vegur 1.030 kg samkvæmt síðustu mælingu./BHB 

 

Af vikinggenetics.dk

 

Kýrin 3603 á búi Ladefoged bræðra við Hobro á Jótlandi