Beint í efni

Hefur heimsmarkaðsverðið náð botninum?

02.08.2012

Á uppboði Global Dairy Trade sem fram fór í gær, þriðjudag, varð lítils háttar hækkun á mjólkurafurðum, eða 3,5% að jafnaði. Alls gengu tæp 47.000 tonn kaupum og sölum. Er þetta aðeins í þriðja skiptið á þessu ári sem verðið hækkar frá uppboðinu á undan, en heimsmarkaðsverðið hefur lækkað nær samfellt frá því á útmánuðum 2011. Spurningin sem brennur á vörum mjög margra kúabænda er því sú hvort botninum sé nú náð?/BHB

 

Niðurstöður uppboðs Global Dairy Trade 1. ágúst 2012