Beint í efni

Hefur borið tvíkelfingum fimm sinnum!

27.03.2012

Norska ofurkýrin Batto (sjá mynd), sem er af holdakyninu Aberdeen Angus, bar fyrir skömmu tvíkelfingum. Það væri nú ekki í frásögur færandi ef þetta væri ekki í fimmta skipti sem kýrin frjósama ber tveimur kálfum í einu!

 

Batto er níu ára gömul og er hluti af bústofni á bænum Utheim í sveitarfélaginu Folldal í Suður-Þrándheimi. Alls hefur hún nú borið átta sinnum og átt alls 13 kálfa segir í frétt Norsk Landbruk. Þar segir ennfremur að Batto sé í góðu ásigkomulagi eftir burðinn, en þess má jafnframt geta að í u.þ.b. 4% tilvika í Noregi eru kýrnar tvíkelfdar/SS.