Beint í efni

Haustvinnsla kynbótamats stendur yfir

18.11.2011

Haustvinnsla kynbótamats í nautgriparækt stendur nú yfir. Vonir standa til að niðurstöður þess liggi fyrir á allra næstu dögum og mun Fagráð í nautgriparækt taka þær til meðferðar fljótlega. Í kjölfarið verður síðan gefin út ný Nautaskrá. Nú kemur til dóms yngri hluti 2005 nautaárgangsins, auk þess sem fyrstu vísbendingar koma um eldri hluta nautanna sem fædd voru árið 2006. Dr. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans sér um vinnslu kynbótamats fyrir afurðir, byggingu, frjósemi, frumutölu, mjaltir og skap, en Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK sér um vinnslu kynbótamats fyrir endingu. Þar er beitt öðrum aðferðum en varðandi aðra eiginleika í ræktunarstarfinu./BHB