Beint í efni

Haustráðstefna fagráðs í hrossarækt

07.11.2022

Sunnudaginn 20. nóvember frá kl. 13:00 - 17:30 verður haustráðstefna fagráðs í hrossarækt haldin í Sprettshöllinni. 

DAGSKRÁ FUNDARINS:

Sveinn Ragnarsson lektor við Háskólann á Hólum stýrir ráðstefnunni

Setning - Sveinn Steinarsson - Formaður fagráðs og deildar hrossabænda

Hrossaræktarárið 2022 - Elsa Albertsdóttir - Ráðunautur Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins

Rannsókn á magasárum í hrossum - Úndína Ýr Þorgrímsdóttir - Dýralæknanemi

Verðlauna og viðurkenningaafhending

  • Heiðursverðlaunahryssur fyrir afkvæmi 2022
  • Knapi með hæstu hæfileikaeinkunn ársins (án áverka)
  • Hæsta aðaleinkunn ársins - Alhliða hross (aldursleiðrétt)
  • Hæsta aðaleinkunn ársins - Klárhross (aldursleiðrétt)
  • Hæst dæmda litförótta hryssa ársins
  • Tilnefnd ræktunarbú
  • Ræktunarbú ársins

Landsmót fyrr og nú. Saga Landsmóta og þátttaka kynbótahrossa - Þorvaldur Kristjánsson - Kynbótadómari

Í framhaldi af erindi Þorvaldar munu fara fram vinnustofur um þátttöku kynbótahrossa á Landsmótum

FUNDINUM VERÐUR STREYMT