
Haustfundur LK í Húnavatnssýslum í dag
23.11.2016
Haustfundur Landssambands kúabænda fyrir Húnavatnssýslur verður haldinn í dag, miðvikudaginn 23. nóvember, á Gauksmýri. Fundurinn hefst kl. 12.
Framsögumenn eru þau Arnar Árnason, formaður LK, og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri LK.
Við bjóðum alla bændur og aðra áhugasama um málefnið velkomna á fundinn.
/SS.