Beint í efni

Haustfundir LK þriðjudaginn 23. október

23.10.2012

Landssamband kúabænda er með fjóra haustfundi í dag, þriðjudaginn 23. október. Á Smyrlabjörgum í A-Skaft. og Víðihlíð í Víðidal í dag kl. 12.00 og á Hótel Héraði á Egilsstöðum og í Mælifelli, Sauðárkróki í kvöld kl. 20.30. Á fundunum fara forsvarsmenn LK yfir helstu málefni búgreinarinnar, nýframlengdan mjólkursamning, framleiðslu, sölu og verðlagsmál mjólkurafurða, stöðu og afkomu nautakjötsframleiðslunnar, greiðslumarksviðskipti, leiðbeiningar um góða framleiðsluhætti, veffræðslu LK og fleiri mál. Fundurinn á Smyrlabjörgum er sameiginlegur með BÍ og verður þar einnig farið yfir nýgerðan búnaðarlagasamning, sauðfjár- og garðyrkjusamning. Bændur eru hvattir til að fjölmenna! /BHB