Beint í efni

Haustfundir LK miðvikudaginn 24. október

24.10.2012

Landssamband kúabænda er með tvo haustfundi í dag, miðvikudaginn 24. október og hefjast þeir báðir kl. 12.00. Annars vegar er fundur í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði, hins vegar í Miklagarði á Vopnafirði. Á fundunum fara forsvarsmenn LK yfir helstu málefni búgreinarinnar, nýframlengdan mjólkursamning, framleiðslu, sölu og verðlagsmál mjólkurafurða, stöðu og afkomu nautakjötsframleiðslunnar, greiðslumarksviðskipti, leiðbeiningar um góða framleiðsluhætti, veffræðslu LK og fleiri mál. Síðarnefndi fundurinn er sameiginlegur með BÍ og verður þar farið yfir nýjan búnaðarlagasamning, sauðfjár- og garðyrkjusamning.  

Kúabændur og aðrir áhugamenn um málefni greinarinnar eru hvattir til að fjölmenna! /BHB