Haustfundir LK í dag: Norðurlandi vestra
20.10.2011
Í dag verða haldnir tveir haustfundir á vegum LK. Annar að Mælifelli á Sauðárkróki kl. 12 og hinn í Ósbæ á Blönduósi kl. 20.30.
Á fundunum verður m.a. kynnt stefnumörkun Landssambands kúabænda til 2021. Stefnumörkunin lýsir framtíðarsýn búgreinarinnar til næstu 10 ára, auk þess sem hún útlistar með hvaða hætti LK hyggst starfa á næstu árum til hagsbóta fyrir íslenska nautgriparækt.
Auk stefnumörkunarinnar verða til umfjöllunar á fundunum framleiðslu-, sölu- og afkomumál, framkvæmd mjólkursamnings, staða lánamála bænda, greiðslumark mjólkur og kvótamarkaður, breytingar á laga- og regluumhverfi greinarinnar og staða umsóknar Íslands að ESB.
Næstu haustfundir verða sem hér segir:
Föstudaginn 21. október: Hótel Hamar Borgarnesi kl. 12.
Mánudaginn 24. október: Ásbyrgi V-Hún. kl. 12 og MS Búðardal kl. 20.30.
Miðvikudaginn 26. október: Friðarsetur Holti í Önundarfirði kl. 12 og Kaffi Kjós kl. 20.30./SS