Beint í efni

Haustfundir LK í dag á bæði Norður- og Suðurlandi

18.10.2010

Í dag verða haldnir fjórir haustfundir LK, en fundirnir verða samtímis á bæði Suður- og Norðurlandi. Á fundunum munu forsvarsmenn LK fara yfir stöðu helstu mála s.s. um framleiðslu, sölu og afkomumál, stöðu búvörusamninganna og fyrirhugaðar breytingar á búvörulögunum, greiðslumark mjólkur árið 2011 og skiptingu b- og c-greiðslna, endurskoðun búnaðargjalds,stöðu aðlögunarferlisins að Evrópusambandinu, kvótamarkaðinn auk þess sem farið verður yfir stefnumörkun LK. Kúabændur og annað áhugafólk um nautgriparækt er hvatt til að mæta.

 

Fundirnir í dag verða haldnir á eftirtöldum stöðum:

 

– Hlíðarbæ í Eyjafirði kl. 12.00

– Hótel Höfðabrekku í Mýrdal kl. 13.00

– Breiðumýri í S-Þingeyjasýslu kl. 20.30

– Seljavöllum í A-Skaftafellssýslu kl. 20.30

 

Aðrir fundarstaðir haustfunda LK 2010 eru:

 

Þriðjudaginn 19. október verða haldnir fjórir fundir:

– Gistihúsinu á Egilsstöðum kl. 12.00

– Mælifelli, Sauðárkróki kl. 13.00

– Sjálfstæðishúsinu Blönduósi kl. 20.30

– Kaupvangi í Vopnafirði kl. 20.30

 

Miðvikudaginn 20. október verða haldnir tveir fundir:

– Friðarsetrinu Holti í Önundarfirði kl. 12.00

– Ásbyrgi í V-Húnavatnssýslu kl. 13.00

 

Fimmtudaginn 21. október verða haldnir þrír fundir:

– Hótel Hamri við Borgarnes kl. 13.00

– MS Búðardal kl. 13.00 og

– í Kaffi Kjós kl. 20.30