Beint í efni

Haustfundir LK á Suðaustur- og Austurlandi

19.10.2009

Haustfundur LK í Austur-Skaftafellssýslu verður haldinn að Smyrlabjörgum miðvikudaginn 21. október kl. 13.00.

 

Haustfundur LK á Austurlandi verður haldinn í Golfskálanum Ekkjufelli miðvikudaginn 21. október kl. 20.30. Fundurinn er sameiginlegur fyrir Félag nautgripabænda á Héraði og Fjörðum og Nautgriparæktarfélag Vopnafjarðar.

Á fundinum verður farið yfir eftirfarandi atriði:

 

• Markaðs- og verðlagsmál mjólkur og nautakjöts
• Umsókn Íslands um aðild að ESB
• Tillögur að breytingum á reglum um flokkun mjólkur
• Breytingu á tilhögun C-greiðslna
• Tillögur að lausnum á skuldamálum kúabænda
• Verðþróun lykilaðfanga og ýmis önnur atriði er varða starfsumhverfi stéttarinnar.

 

Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!