
Haustfundir LK: í Borgarfirði og í Flóanum!
11.10.2018
Þessar vikurnar standa yfir haustfundir LK, en félagið stendur alls fyrir 14 fundum á þessu hausti. Á dagskrá fundanna eru helstu málefni líðandi stundar sem varða nautgripabúskap á Íslandi. Þau Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda og Margrét Gísladóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, sjá um framsögur á fundunum.
Í dag, fimmtudaginn 11. október, verða haldnir 2 fundir: klukkan 12:00 í Lyngbrekku í Borgarfirði og klukkan 20:30 í Þingborg í Flóa. Við hvetjum félagsmenn LK og annað áhugafólk um málefni greinarinnar til þess að mæta.
Næstu fundir verða sem hér segir:
Mánudaginn 15. október verður haldinn fundur kl. 12:00 í Hvoli á Hvolsvelli.
Miðvikudaginn 17. október verða haldnir 2 fundir: kl. 12:00 í Mánagarði í Hornafirði og kl. 20:30 í Kirkjubæjarstofu á Kirkjubæjarklaustri.
Föstudaginn 19. október verður haldinn fundur kl. 12:00 á Hótel Ísafirði.
Fimmtudaginn 25. október verður haldinn fundur kl. 20:30 á Gistihúsinu á Egilsstöðum.
Síðasti haustfundur LK verður svo haldinn föstudaginn 26. október kl. 12:00 á Hótel Tanga í Vopnafirði.
/SS