Beint í efni

Haustfundir Landssambands kúabænda 2012

16.10.2012

Senn hefjast haustfundir Landssambands kúabænda. Á fundunum fara forsvarsmenn LK yfir málefni nautgriparæktarinnar, framlengingu mjólkursamnings, framleiðslu, sölu og verðlagsmál mjólkurafurða, stöðu og afkomu nautakjötsframleiðslunnar, greiðslumarksviðskipti, leiðbeiningar um góða framleiðsluhætti, veffræðslu LK, barkabólgu í nautgripum og fleiri mál. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudaginn 18. október kl. 20.30. Aðrir fundir verða sem hér segir:

 

 

 

Mánudagur 22. október kl. 20.30 í Árhúsum á Hellu.

 

Þriðjudagur 23. október kl. 12.00 í Víðihlíð í Víðidal.

 

Þriðjudaginn 23. október kl. 20.30 í Mælifelli á Sauðárkróki

 

Þriðjudagur 23. október kl. 12.00 á Smyrlabjörgum í A-Skaft. Sameiginlegur fundur með BÍ

 

Þriðjudaginn 23. október kl. 20.30 á Hótel Héraði á Egilsstöðum

 

Miðvikudagur 24. október kl. 12.00 í Sveinbjarnargerði í Eyjafirði

 

Miðvikudagur 24. október kl. 12.00 í Miklagarði, Vopnafirði – sameiginlegur fundur með BÍ

 

Fimmtudagur 25. október kl. 12.00 í Hótel Höfðabrekku í Mýrdal – sameiginlegur fundur með BÍ

 

Fimmtudagur 25. október kl. 12.00 í Birkimel á Barðaströnd – sameiginlegur fundur með BÍ

 

Fimmtudagur 25. október kl. 12.00 á Hótel Ísafirði – sameiginlegur fundur með BÍ

 

Á þeim fundum sem haldnir eru sameiginlega með BÍ verður einnig farið yfir nýjan Búnaðarlagasamning, samninga við sauðfjár- og garðyrkjubændur og hugmyndir um endurskipulagningu ráðgjafaþjónustunnar.

 

Bændur eru hvattir til að fjölmenna!