Haustfundir Landssambands kúabænda 2008
22.09.2008
Haustfundir Landssambands kúabænda 2008 verða haldnir sem hér segir:
Suðurland. Fundarstaður félagsheimilið Þingborg. Mánudagur 13. október kl. 20,30. Einar Kristinn Guðfinnsson, ráðherra landbúnaðarmála, mætir á fundinn.
Vestfirðir. Fundarstaður Holt-Friðarsetur í Önundarfirði. Þriðjudagur, 14. október, kl. 20,30.
Vestfirðir. Fundarstaður félagsheimilið Birkimelur. Miðvikudagur 15. október kl. 20,30.
Breiðafjarðarsvæðið. Fundarstaður Mjólkursamlagið Búðardal. Fimmtudagur, 16. október, kl. 13,30.
Miðvesturland. Fundarstaður Hótel Borgarnes. Föstudagur, 17. október, kl. 13,30.
Suðurland. Fundarstaður félagsheimilið Heimaland. Mánudagur, 20. október, kl. 20,30.
Suðurland. Fundarstaður Geirland. Þriðjudagur, 21. október, kl. 20,30.
Austur-Skaftafellssýsla. Fundarstaður Seljavellir. Miðvikudagur, 22. október, kl. 20,30.
Austurland. Fundarstaður Gistihúsið Egilsstöðum. Fimmtudagur, 23. október, kl. 13,30.
Vopnafjörður. Fundarstaður Staðarholt. Föstudagur, 24. október, kl. 13,30.
Suður-Þingeyjarsýsla. Fundarstaður Breiðamýri. Mánudagur, 27. október, kl. 13,30.
Eyjafjörður. Fundarstaður Hótel KEA. Mánudagur, 27. október, kl. 20,30.
Skagafjörður. Fundarstaður skemmtistaðurinn Mælifell á Sauðárkróki. Þriðjudagur, 28. október, kl. 13,30.
Austur-Húnavatnssýsla. Fundarstaður Sjálfstæðishúsið Blönduósi. Þriðjudagur, 28. október, kl. 20,30.
Vestur-Húnavatnssýsla. Fundarstaður félagsheimilið Ásbyrgi. Miðvikudagur, 29. október, kl. 13,30.
Suður-Borgarfjörður og Kjalarnes. Fundarstaður Kaffi Kjós. Fimmtudagur, 30. október, kl. 20,30.
Á fundunum verður einkum fjallað um verðlags- og afkomumál, og að hverju kúabændur vilja stefna í næstu samningum við ríkið. Allir kúabændur eru hvattir til að mæta: stjórnarmenn, aðalfundarfulltrúar og fulltrúar í stefnumörkunarhópi LK eiga skyldumætingu.
Stjórn Landssambands kúabænda hefur ákveðið að styrkja félagsmenn vegna ferðakostnaðar á haustfundi. Til verkefnisins verði varið allt að 1 milljón króna, þó aldrei hærra en 50 kr á km.
Þórólfur Sveinsson, form. Landssambands kúabænda, hefur framsögu á fundunum.