Beint í efni

Haustfundir á Vesturlandi og Vestfjörðum

23.10.2009

Landssamband kúabænda minnir á haustfundina á Vesturlandi í næstu viku, en þeir verða sem hér segir:  

 

Holti í Önundarfirði, mánudaginn 26. október kl. 13.00

Kaffi Kjós, mánudaginn 26. október kl. 20.30

MS Búðardal, þriðjudaginn 27. október kl. 13.30

Birkimel á Barðaströnd, þriðjudaginn 27. október kl. 20.30

Hyrnunni, Borgarnesi, miðvikudaginn 28. október kl. 13.00

 

Frummælendur verða Sigurður Loftsson, formaður LK og Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri LK.

Á fundunum verður farið yfir eftirfarandi atriði:

 

• Markaðs- og verðlagsmál mjólkur og nautakjöts
• Umsókn Íslands um aðild að ESB
• Tillögur að breytingum á reglum um flokkun mjólkur
• Breytingu á tilhögun C-greiðslna
• Tillögur að lausnum á skuldamálum kúabænda
• Verðþróun lykilaðfanga og ýmis önnur atriði er varða starfsumhverfi stéttarinnar.

 

Kúabændur eru hvattir til að fjölmenna!

 

Landssamband kúabænda