Beint í efni

Haustfundaferð lokið

26.10.2012

Síðustu haustfundir Landssambands kúabænda voru haldnir í gær, fimmtudaginn 25. október. Aðsókn að fundunum var með ágætum og spunnust á þeim talsverðar umræður um margvísleg málefni nautgriparæktarinnar. Fulltrúar Matvælastofnunar, þau Auður Arnþórsdóttir og Þorsteinn Ólafsson mættu á tvo fyrstu fundina og fóru yfir stöðu mála varðandi barkabólgu í nautgripum og svöruðu fjölda fyrirspurna þar að lútandi. Umræður um barkabólguna voru einnig fyrirferðarmiklar á síðari fundunum, þar sem forsvarsmenn LK fóru yfir málið. Talsverðar vangaveltur voru einnig um fyrirhugaðar breytingar á fyrirkomulagi ráðgjafaþjónustunnar hér á landi, sem og um framlengingu búvörusamninga. Nokkrir nautakjötsframleiðendur lýstu eftir niðurstöðum starfshóps um endurnýjun á erfðaefni holdanautastofnanna. Auk þessara atriða var víða komið við í umræðum svo sem venja er til. Nálgast má samantekt formanns og framkvæmdastjóra sem dreift var á fundunum með því að smella á hlekkinn hér neðst í pistlinum./BHB

 

Samantekt formanns og framkvæmdastjóra vegna haustfunda 2012

 

Fundarmenn á Hellu hlýða á framsögu formanns LK

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir nautgripasjúkdóma svarar fyrirspurnum á fundinum á Hellu. Formaður LK fylgist með.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Fundarmenn ræða málin á fundi að Smyrlabjörgum í Austur-Skaftafellssýslu.