Hátt sýrustig í falli má oft rekja til uppreksturs á sláturbíl
12.02.2003
Samkvæmt sænskum athugunum hefur komið í ljós að mjög oft megi rekja of hátt sýrustig í sláturföllum til upphafs flutnings gripanna frá bónda að sláturhúsi. Þrátt fyrir að strangar kröfur séu gerðar til flutninga á sláturgripum í Svíþjóð telja þarlendir að bæta þurfi verulega aðstöðu fyrir sláturbíla heima á búum bændanna.
Fram kom í athuguninni að víða var aðstöðu mjög ábótavant og oft voru verulegir erfiðleikar við að reka gripi upp á sláturbíla. Rekstur gripa upp mikinn halla og eftir hálu gólfi er sérstaklega varasamt í þessu sambandi. Ekki liggur fyrir hérlend athugun á þessum þáttum.