Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hátt sýrustig í falli má oft rekja til uppreksturs á sláturbíl

12.02.2003

Samkvæmt sænskum athugunum hefur komið í ljós að mjög oft megi rekja of hátt sýrustig í sláturföllum til upphafs flutnings gripanna frá bónda að sláturhúsi. Þrátt fyrir að strangar kröfur séu gerðar til flutninga á sláturgripum í Svíþjóð telja þarlendir að bæta þurfi verulega aðstöðu fyrir sláturbíla heima á búum bændanna.

Fram kom í athuguninni að víða var aðstöðu mjög ábótavant og oft voru verulegir erfiðleikar við að reka gripi upp á sláturbíla. Rekstur gripa upp mikinn halla og eftir hálu gólfi er sérstaklega varasamt í þessu sambandi. Ekki liggur fyrir hérlend athugun á þessum þáttum.