Beint í efni

Hátt í 7.000 fengu sér grillað nautakjöt á Menningarnótt

23.08.2004

Eins og flestum mun vera kunnugt var boðið upp á heilgrillað naut á teini á Menningarnótt í Reykjavík. Áætlað er að á bilinu 6.500 til 7.000 manns hafi fengið að gæða sér á nautakjötinu og vakti þetta uppátæki mikla lukku. Kostunaraðilar verkefnisins auk Landssambands kúabænda og Höfuðborgarstofu voru: Sláturfélag Suðurlands, Mjólkursamsalan í Reykjavík og Olíufélagið ESSÓ.