Beint í efni

Hátt í 30 mál afgreidd á Búnaðarþingi

05.03.2015

Búnaðarþingi 2015 lauk á ellefta tímanum í gærkvöldi og var fjöldi mála afgreiddur í gær. Meðal þeirra var samþykkt að öll áform um sölu á Hótel Sögu verði lögð til hliðar næstu þrjú árin eða þar til Búnaðarþing tekur ákvörðun um annað. Einnig var samþykkt að stjórn BÍ vinni áfram að samningum við LK um að koma á sameiginlegu félagi um rekstur nautastöðvarinnar að Hesti með það fyrir augum að styrkja kynbótastarf í nautgriparækt. Á þinginu var einnig samþykkt að BÍ gerist aðili að Alþjóðasamtökum bænda, WFO og Geitfjárræktarfélag Íslands er nú orðið aðili að Bændasamtökunum. Þessar og fleiri ályktanir af þinginu má sjá hér.