Beint í efni

Hátt hlutfall kúabænda nota veraldarvefinn

25.11.2002

Á haustfundum Landssambands kúabænda var gerð könnun meðal kúabænda. Alls tóku 165 þátt í könnun LK eða um 60% þátttakenda á fundunum. Af þeim sem svöruðu kom m.a. fram að 80% hafa nota veraldarvefinn og 66% a.m.k. vikulega.

Þá kom jafnframt fram að 25% kúabænda sem hófu búskap fyrir 1985 nota ekki veraldarvefinn til upplýsingaöflunar en sambærilegt hlutfall hjá bændum sem hófu búskap eftir 1985 er 16%. Athygli vekur að rúmlega 20% allra svarenda í könnun LK nota veraldarvefinn daglega og rúmlega 50% oftar en 2 sinnum í viku.