Beint í efni

Hart tekist á í Cancun

11.09.2003

Viðræður aðildarlanda WTO standa nú yfir í Cancun í Mexíkó og takast valdablokkirnar hart á samkvæmt erlendum fréttamiðlum. Töluvert hefur verið um mótmæli við fundarstaðinn og framdi einn mótmælandi sjálfsmorð í beinni útsendingu til að mótmæla ofurtollum Japana á hrísgrjón.

Helstu ágreiningsatriði eru ríkisstyrkir til landbúnaðar, en Evrópusambandið hefur þar lítið viljað gefa eftir. Þá er mikil áhersla lögð á niðurskurð og/eða brottfall á útflutningsstyrkjum.

 

Ekki liggur fyrir á þessari stundu hvenær og/eða hvort samkomulag náist á fundinum.

 

Smelltu hér til að lesa fréttir af fundinum.