Beint í efni

Haraldur Benediktsson hættir sem formaður BÍ

20.01.2013

Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, hefur ákveðið að hætta sem formaður á komandi Búnaðarþingi samkvæmt frétt mbl.is. Haraldur var í gær valinn til þess að verma annað sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í NV-kjördæmi í þingkosningunum í vor, en hann var kjörinn formaður Bændasamtaka Íslands árið 2004. Landssamband kúabænda þakkar Haraldi fyrir samstarfið innan samtaka bænda undanfarin 9 ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi./SS.