Beint í efni

Handbók bænda 2008

06.08.2008

Hvað er heppilegt hitastig í garðávaxtageymslum? Hvað eyða búvélarnar af olíu? Hver er meðgöngutími kúa? Hvar finn ég upplýsingar um vélaverktaka í landbúnaði? Hvað þarf mikinn áburð á grænfóðurakur?

Svör við þessum spurningum færð þú í Handbók bænda 2008. Handbókin er útbreitt rit á meðal bænda og annarra sem koma að landbúnaði. Bókin hefur að geyma ýmsan fróðleik um landbúnaðarmál, lærðar greinar, uppflettiefni, handhægar upplýsingar o.fl.
 
Áskrift
Bókin kostar kr. 3.200- m. vsk. í áskrift með póstburðargjaldi. Gjaldið er frádráttarbært frá virðisaukaskatti. Sendið pöntun á tjorvi@bondi.is og tilgreinið nafn og heimilisfang. Einnig er hægt að panta bókina símleiðis í síma 563-0300.

Handbókin er ómissandi rit fyrir alla bændur!

Eldri útgáfur má nálgast hjá Bændasamtökum Íslands við Hagatorg. Sími: 563-0300.