Beint í efni

Halló Helluvað – laugardaginn 14. maí

11.05.2011

Laugardaginn 14. maí n.k. kl. 13.30 bjóða ábúendur á Helluvaði í Rangárvallasýslu gestum og gangandi að fylgjast með þegar kúnum á bænum verður hleypt út eftir vetrarinnistöðu.  Á Helluvaði reka Anna María Kristjánsdóttir og Ari Árnason blandað bú, með kýr og sauðfé. Sauðburður er í fullum gangi á búinu þannig að gott tækifæri gefst til að kíkja á lömbin í leiðinni. Eftir að kýrnar hafa slett úr klaufunum bjóða ábúendur á Helluvaði upp á kaffi og með því. 

 

Allir eru velkomnir!

 
Meðfylgjandi mynd var tekin á Helluvaði 2008 og birtist í Dagskránni – Fréttablað Suðurlands 22. maí það ár.