Háhraðanettengingar til bænda
20.08.2008
Á vef Ríkiskaupa er mögulegt að nálgast lista yfir þá staði sem falla undir útboð Fjarskiptasjóðs á háhraðanettengingum. Tilboð verða opnuð 4. september nk. Um er að ræða 1.164 staði um land allt þar sem háhraðatengingar eru ekki fyrir hendi eða markaðsleg áform fjarskiptafyrirtækjanna ná ekki til.
Að sögn Ottó Winther, verkefnisstjóra fjarskiptasjóðs hjá samgönguráðuneytinu, þá var m.a. haft samráð við öll sveitarfélög í aðdraganda útboðsins í framhaldi af svörum fjarskiptafyrirtækja um áformaða uppbyggingu á háhraðanettenginga á markaðslegum forsendum til að gefa þeim tækifæri á leiðréttingum. Stjórn fjarskiptasjóðs, starfsmenn samgönguneytisins og Ríkiskaupa munu vinna eins hratt og kostur er að yfirferð tilboða og samningsgerð til að vinna upp fimm vikna viðbótar tilboðsfrest sem fjarskiptafyrirtæjum var veittur fyrr í sumar.
Krækja á útboðslista fjarskiptasjóðs. http://rikiskaup.is/attachments/14121/14121_Leidrettur_stadalisti_utg_2__20080709.pdf