Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hagnýt námskeið á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands og Endurmenntunar LBHÍ

25.05.2021

Landbúnaðarháskóli Íslands og Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands bjóða upp á fjölbreytt framboð sumarnámskeiða sem eru hluti af úrræði stjórnvalda til að styðja við náms- og atvinnutækifæri ungs fólks. Námskeiðin eru niðurgreidd af mennta- og menningarmálaráðuneytinu og er verð pr. námskeið 3.000 kr. óháð lengd.

Þeir sem uppfylla öll skilyrði til próftöku verður gefinn kostur á að fá vottað einingamat í lok námskeiðs en ekki er gerð krafa um að þeir sem sækja námskeiðin í gegnum Endurmenntun LBHÍ uppfylli þau skilyrði og eru námskeiðin því opin öllum sem skrá sig í gegnum vef Endurmenntunar LBHÍ, sjá nánar hér:  https://endurmenntun.lbhi.is/eininganamskeid/

Öll námskeið eru í fjarkennslu og meðal námskeiða sem eru í boði má nefna:

  • Bókhald – grunnnám
  • Nám í hagnýtri stjórnun
  • Stefnumótun fyrir markaðssetningu með samfélagsmiðlum
  • Skógvistfræði í skóglausu landi
  • Kornrækt á Íslandi
  • Ný úrræði í meðhöndlun á lífrænum úrgangi
  • Matarfrumkvöðulinn