Hafa fjárfest fyrir 365 milljarða í Kína!
07.04.2016
Hollenska samvinnufélagið FrieslandCampina hefur heldur betur byggt upp í Kína undanfarin ár en nýverið tilkynnti félagið að í ár stæði til að fjárfesta þar fyrir 77 milljarða íslenskra króna, en félagið er að byggja upp afurðastöð sem ersérhæfð í framleiðslu á mjólkurdufti fyrir ungabörn auk þess sem þar eru framleiddir ostar og G-mjólk. FrieslandCampina hóf uppbyggingu sína í Kína árið 2011 og hefur nú alls varið 365 milljörðum íslenskra króna í uppbygginguna!
Í tilkynningu frá félaginu segir m.a. að þegar framkvæmdum verður lokið síðar á þessu ári megi gera ráð fyrir að kínverska afurðastöðin nái að skila árlegri veltu sem nemur um 140 milljörðum á ári hverju/SS.