Um BÍ
Búgreinadeildir
Málaflokkar
Til baka
Um Alifuglabændur
Upplýsingar
Kolefnisspor
Til baka
Til baka
Um Hross BÍ
Fræðsla
FHB
Til baka
Um NautBÍ
Upplýsingar
LK
Til baka
Sauðfjárbændur
Upplýsingar
Til baka
Starfið
Stjórnsýsla
Til baka

Hafa aukið meðalafurðirnar um 42% á 15 árum

11.09.2015

Það væri nú ekki í frásögu færandi að auka nyt kúa um 42% á 15 árum, ef ekki væri um óvenju miklar meðalafurðir að ræða en það er einmitt tilfellið á kúabúinu Uilenkraal rétt norðan við Höfðaborg í Suður-Afríku. Búið, sem er í eigu bræðranna Willem og Paul Basson, hefur tekið hreint gríðarlegum breytingum frá árinu 2000 en þá voru þar 350 mjólkurkýr og voru meðalafurðirnar þá 10.280 kg sem þykir nú ekki slæmt meira segja í dag sé kúabóndinn með svartskjöldóttar kýr. Þeim bræðrum þótti þetta hins vegar ekki nógu gott og ákváðu að skipta um gír, en fram að þessum tíma hafði verið lögð afar mikil áhersla á hveitiframleiðslu á búinu og kýrnar ekki beint í fyrsta sæti.

 

Þeir ákváðu s.s. að snúa sér að mjólkurframleiðslunni og hafa náð undraverðum árangri. Í dag eru þeir með 2.350 kýr og er meðalnyt þeirra 14.600 kíló, sem er með því besta sem gerist í heiminum, og er árangurinn auðvitað sérlega eftirtektarverður þegar horft er til þess hve margar kýr þeir eru með í dag. Skýringin er sögð felast í góðri bústjórn, jöfnum fóðurgæðum og áherslu á dýravelferð en allar kýr liggja í sandlegubásum. Þess má geta að bræðurnir reka einnig fóðurstöð, strútarækt, eru í kjötframleiðslu og nýjasta uppátækið er framleiðsla á hauggasi. Eins gott að þeir lögðu hveitiframleiðsluna á hilluna/SS.